Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2100 svör fundust

Er vitað hvar aldingarðurinn Eden var?

Þessari spurningu má svara á margan hátt eftir því hvað spyrjandi og lesendur hafa í huga, meðal annars hvort eða hvernig þeir trúa á Biblíuna eða fyrstu Mósebók þar sem sagt er frá Eden. Þannig er til dæmis ljóst að sá sem trúir alls ekki á Biblíuna telur spurninguna óþarfa og hið sama gildir líklega einnig um ma...

Nánar

Hver eru einkenni skordýra?

Skordýr (Insecta) er tegundaauðugasti flokkur dýra á jörðinni í dag. Áætlað er að allt að 75% allra núlifandi dýrategunda séu skordýr og eru einstaklingarnir gríðarlega margir. Sem dæmi má nefna að fræðimenn við Smithsonian-safnið í Washington í Bandaríkjunum gerðu tilraun til þess að meta fjölda skordýra í he...

Nánar

Hafa lifandi dúfur verið notaðar í skotkeppni á Ólympíuleikunum?

Upprunalega spurningin var: Er hægt að segja aðeins frá því þegar það voru notaðar alvöru dúfur á Ólympíuleikunum í skotkeppninni? Margt af því sem einhvern tíma hefur átt sér stað í sögu Ólympíuleikanna kann að koma spánskt fyrir sjónir í dag. Meðal þess er notkun á lifandi dúfum í keppni í skotfimi. Þe...

Nánar

Hvað getur þú sagt mér um íslandssléttbak?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað kallast hvalaættkvíslin "Right whale" á íslensku? Sléttbakur (Eubalaena glacialis) er ein þriggja tegunda innan ættkvíslarinnar Eubalaena sem á íslensku hefur verkið kölluð höttungar en á ensku right whale. Sléttbakurinn, sem einnig hefur gengið undir nöfnum eins og ísland...

Nánar

Um hvað snúast deilurnar á Norður-Írlandi?

Annars staðar á Vísindavefnum er svarað spurningunni Af hverju er Norður-Írland ekki sjálfstætt? og er þar farið yfir þær sögulegu aðstæður sem valdið hafa því að átök hafa undanfarin tæp fjörutíu ár sett svip sinn á líf íbúa Norður-Írlands. Þegar spurt er um hvað deilurnar á Norður-Írlandi snúast er því fyrst...

Nánar

Er hægt að eima sjó þannig að vatnið verði drykkjarhæft?

Vísindavefurinn hefur fengið margar spurningar um sjó og eimingu og þeim er öllum svarað hér: Hvernig getur maður búið til ferskt vatn út sjó? Hvers vegna er ekki hægt að breyta sjó í drykkjarhæft ástand (hreint vatn)? Hvernig er hægt að hreinsa sjó og gera að ferskvatni? Ef ég er staddur á fleka á mið...

Nánar

Hvað er átt við þegar menn fá sér í tána?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða tá er átt við þegar menn fá sér í tána? Hvaðan kemur þetta orðatiltæki? Að fá sér í tána er ungt orðatiltæki og þekkist fyrst eftir 2000 samkvæmt þeim dæmum sem ég hef fundið. Algengara og eldra er orðasambandið að fá sér í fótinn, fá sér í annan fótinn, fá sér í betri fó...

Nánar

Fá dýr í dýragörðum eldaðan mat?

Svarið við þessari spurningu er nei. Dýr í dýragörðum fá ekki eldaðan mat enda er ekki neinn tilgangur með því að að elda ofan í þau. Kjötætur sem haldið er í dýragörðum fá matinn sinn hráann enda er þeim eiginlegt að neyta hrás fæðis. Það sama á við um önnur dýr. Ekki er víst hvernig þetta tígrisdýr tæki því a...

Nánar

Hvað eru hrúgurök?

Rökin sem þekkjast undir nafninu hrúgan (sorites, dregið af gríska orðinu um hrúgu) eru náskyld svokölluðum fótfesturökum og eru reyndar oft talin til þeirra. Meira má lesa um fótfesturök í svari höfundar við spurningunni Hvað eru sleipurök? Hrúgurökin voru vel þekkt meðal fornmanna. Sagnaritarinn Díogeneas Laertí...

Nánar

Erum við einu dýrin sem missa tennurnar og fá svo nýjar?

Hér er einnig svarað spurningunum:Vaxa tennur katta og hunda alla þeirra ævi?Geta kettir misst tennurnar?Eru mennirnir eina tegundin sem missir tennur (barnatennur) til að fá aðrar stærri? Menn eru alls ekki einu lífverurnar sem missa mjólkurtennurnar og fá nýtt sett í staðinn. Það sama gerist hjá algengustu gæ...

Nánar

Hvað er að fá sér einn gráan?

Að fá sér einn gráan merkir að ‘fá sér snafs, fá sér neðan í því’. Jón G. Friðjónsson nefnir orðasambandið í bók sinni Mergur málsins (2006:270) en gefur enga skýringu. Ég tel líklegast að upphaflega hafi verið átt við brennivínsstaup, landa eða vodka, það er gráleitan eða litlausan drykk. Ég hygg að fáir eða ...

Nánar

Hvernig fá menn sér kríu og hvað kemur krían því við?

Orðasambandið að fá sér kríu er stytting úr að fá sér kríublund ‛leggja sig mjög stutta stund’. Orðið kríublundur þekkist að minnsta kosti frá því um miðja 20. öld. Allir sem þekkja kríuna hafa tekið eftir að hún tyllir sér oft niður örstutta stund eða vokar yfir æti og steypir sér síðan niður, veiðir og er ...

Nánar

Fleiri niðurstöður